Enski boltinn

Defoe skrifar undir langtímasamning við Portsmouth

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jermain Defoe í leiknum gegn Chelsea um helgina.
Jermain Defoe í leiknum gegn Chelsea um helgina. Nordic Photos / Getty Images

Jermain Defoe hefur skrifað undir fjögurra og hálfs árs samning við Portsmouth eftir því sem kemur fram á fréttavef BBC.

Defoe fór frá Tottenham til Portsmouth nú á lokadegi félagaskiptagluggans en fyrir skömmu kom í ljós að um lánssamning hefði verið að ræða.

En nú hefur verið gengið frá samningsmálunum. „Við gerðum lánssamning þar sem svo knappur tími var til stefnu þegar félagaskiptin áttu að ganga í gegn," sagði talsmaður Porstsmouth.

Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, fékk Defoe til að fylla í skarð Benjani sem var í dag loksins seldur til Manchester City eftir að ekki tókst að ganga frá félagaskiptunum í tæka tíð. Sérstök undanþága var hins vegar veitt þannig að Benjani gæti gengið formlega til liðs við City.

Defoe skoraði sitt fyrsta mark fyrir Portsmouth um helgina er liðið gerði 1-1 jafntefli við Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×