Enski boltinn

Alves kominn með vegabréfsáritun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Afonso Alves í leik með brasilíska landsliðinu.
Afonso Alves í leik með brasilíska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images

Afonso Alves er nú loksins heimilt að koma til Englands eftir að hann fékk vegabréfsáritun nú í vikunni.

Alves samdi við Middlesbrough í síðustu viku sem keypti hann frá hollenska úrvalsdeildarliðinu Heerenveen fyrir meira en tólf milljónir punda.

Boro var búið að útvega atvinnuleyfi fyrir hann en hann átti enn eftir að útvega sér vegabréfsáritun. Gat hann af þeim sökum ekki spilað með Boro nú um síðustu helgi gegn Newcastle.

Hann kemur til Englands á morgun og gæti tekið þátt í leik Middlesbrough og Fulham um helgina. Ekki er ólíklegt að hann verði í byrjunarliðinu þar sem bæði Tuncay Sanli og Mido eiga við meiðsli að stríða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×