Enski boltinn

Benjani semur við Manchester City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Benjani fagnar einu marka sinna með Portsmouth í síðasta mánuði.
Benjani fagnar einu marka sinna með Portsmouth í síðasta mánuði. Nordic Photos / Getty Images

Manchester City hefur gengið frá kaupunum á Benjani frá Portsmouth fyrir 3,87 milljónir punda.

Upphaflega var talið að kaupverðið yrði tvöfalt það eða 7,5 milljónir punda. En svo tókst ekki að ganga frá félagaskiptunum í tæka tíð áður en félagaskiptaglugginn lokaði þann 31. janúar en nú hefur stjórn ensku úrvalsdeildarinnar gefið grænt ljós á félagaskiptin.

Benjani gekkst loksins undir læknisskoðun hjá City í gær og skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við félagið.

Kaupverðið hækkar þó ef að Benjani nær 75 leikjum í byrjunarliðinu hjá Mancehster City.

„Ég er ánægður með að hafa fengið leikmann af þessum gæðaflokki og hlakka ég til að starfa með honum," sagði Sven-Göran Eriksson, knattspyrnustjóri City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×