Enski boltinn

Gerrard ber fyrirliðabandið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard verður fyrirliði enska landsliðsins á morgun.
Steven Gerrard verður fyrirliði enska landsliðsins á morgun. Nordic Photos / Getty Images

Fabio Capello hefur útnefnt Steven Gerrard sem landsliðsfyrirliða Englands sem mætir Sviss í vináttulandsleik á Wembley á morgun.

Þetta verður fyrsti landsleikur Englands undir stjórn Capello. Gerrard verður fyrirliði í þessum leik en Capello sagðist ekki muna ákveða hver verði fyrirliði landsliðsins fyrr en England mætir Andorra í fyrstu umferð undankeppni HM 2010.

„Gerrard er mikilvægur hluti af liðinu því aðrir í liðinu geta lært af honum," sagði Capello.

Ert þú sammála ákvörðun Capello? Taktu þátt í könnun hér til vinstri á síðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×