Enski boltinn

Leicester á eftir Scott Sinclair

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Scott Sinclair í leik með Chelsea gegn Newcastle í síðasta mánuði.
Scott Sinclair í leik með Chelsea gegn Newcastle í síðasta mánuði. Nordic Photos / Getty Images

Ian Holloway, knattspyrnustjóri enska B-deildarlðsins Leicester City, vill gjarnan fá Scott Sinclair, leikmann Chelsea, að láni frá félaginu.

Sinclair var á síðasta ári lánaður bæði til Plymouth og QPR en hann er átján ára gamall og ekki fengið mörg tækifæri með aðalliði Chelsea.

„Við hefðum mikil not fyrir leikmann eins og Scott og höfum við spurst fyrir um hann. Við bíðum nú eftir svari," sagði Holloway semn þekkir vel til Sinclair. Hann var knattspyrnustjóri Plymouth þegar Sinclair var á láni þar og hann var einnig á sínum tíma knattspyrnustjóri Bristol City sem er uppeldisfélag Sinclair.

Neðrideildarliðum í Englandi er heimilt að fá leikmenn á láni allt að sjö dögum eftir að félagaskiptaglugganum lýkur þann 1. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×