Enski boltinn

Drogba vill draga sig úr kjörinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Didier Drogba fagnar einu marka sinna í Afríkukeppninni.
Didier Drogba fagnar einu marka sinna í Afríkukeppninni. Nordic Photos / Getty Images

Didier Drogba segir að hann vilji ekki aftur koma til greina sem knattspyrnumaður ársins í Afríku í framtíðinni.

Hann segir að hann hefði verið kjörinn knattspyrnumaður Afríku nú í ár en hafi ekki hlotið útnefninguna þar sem hann mætti ekki á verðlaunahátíðina í Tógó á dögunum.

„Ég fékk að vita að ef ég myndi ekki mæta yrði reglunum breytt þannig að verðlaunin yrði veitt þeim sem varð í öðru sæti í kjörinu. Slíkt viðhorf er ekki til sóma Afríku og því hef ég dregið mig úr öllum kosningum í framtíðinni.“

Hann segir að það hafi verið glórulaust að hafa hátíðina í öðru landi en Gana þar sem Afríkukeppnin fer fram þessa dagana.

„Ég hefði brugðist liðsfélögunum mínum hefði ég farið. Það á ekki að skipuleggja slíkan atburð aðeins tveimur dögum fyrir leik í fjórðungsúrslitum keppninnar,“ sagði Drogba en Fílabeinsströndin mætti Gíneu á mánudaginn síðastliðinn og athöfnin fór fram á laugardaginn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×