Enski boltinn

Beckham bjóst við því að verða ekki valinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Beckham, leikmaður LA Galaxy.
David Beckham, leikmaður LA Galaxy. Nordic Photos / Getty Images

David Beckham hefur viðurkennt að það hefði verið ósanngjarnt hefði hann verið valinn í landsliðshóp Englands sem mætir Sviss á morgun.

Beckham á 99 landsleiki að baki og vonast til að komast í fámennan hóp Englendinga sem hafa náð 100 landsleikjum. Hann æfði með Arsenal í síðasta mánuði til að halda sér í formi en var svo á endanum ekki valinn af Fabio Capello.

„Það er alltaf svekkjandi að vera ekki valinn í landsliðshópinn," sagði Beckham í samtali við Sky Sports. „En ég átti hálfpartinn von á því því ég veit hvernig Fabio Capello er sem knattspyrnustjóri. Ef maður er ekki í leikformi verður maður ekki valinn."

„Ég hef fullan skilning á því. Það eru fullt af leikmönnum í úrvalsdeildinni sem hafa spilað fimmtán leiki á undanförnum tveimur mánuðum og ég hef ekki spilað síðan í desember. Það hefði því sennilega verið ósanngjarnt hefði ég verið valinn í hópinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×