Innlent

Blindbylur og ófært á Fagradal

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Björgunarsveitir á Austurlandi er enn að störfum á Fagradal þar sem tugir ökumanna hafa fest sig í slæmri færð.

Nú er svo komið að ófært er yfir Fagradal en þegar þeir ökumenn, sem sitja fastir, lögðu af stað í morgun var ekki búið að loka heiðinni. Að sögn Eiðs Ragnarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Ársólar, er blindbylur á Fagradal og hafa björgunarmenn úr sveitinni staðið í ströngu frá því klukkan tíu í morgun.

Liðsauki frá fjórum öðrum sveitum var kallaður út um hádegisbil þar sem ljóst þótti að tugir bíla sætu fastir og er nú verið að ferja fólk niður á Reyðarfjörð og Egilsstaði. Ekki liggur fyrir hvenær björgunaraðgerðum lýkur en ljóst þykir að bílarnir verða allir eftir á Fagradal og því ekki hægt að ryðja veginn á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×