Enski boltinn

Keegan ánægður með Barton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joey Barton, leikmaður Newcastle.
Joey Barton, leikmaður Newcastle. Nordic Photos / Getty Images

Kevin Keegan segist hafa tekið eftir mjög jákvæðri breytingu á Joey Barton eftir fangelsisdvöl hans nú í síðasta mánuði.

Barton var í eina viku í fangelsi í Liverpool um áramótin vegna líkamsárásar sem átti sér stað á öðrum degi jóla.

„Ég held að fangelsisvistin hafi gert honum gott og komið honum niður á jörðina. Ég sé nýjan Joey Barton á æfingum."

Barton spilaði í fyrsta skiptið með Newcastle eftir atvikið er hann kom inn á sem varamaður í leiknum gegn Arsenal í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×