Enski boltinn

FIFA þarf að úrskurða um mál Cousin

Leikmenn Rangers fagna marki Cousin gegn Lyon í Meistaradeildinni.
Leikmenn Rangers fagna marki Cousin gegn Lyon í Meistaradeildinni. Nordic Photos / Getty Images

Alþjóða knattspyrnusambandið þarf að veita Daniel Cousin sérstaka undanþágu ef hann á að fá að spila með Fulham á tímabilinu.

Rangers og Fulham hafa samið um kaup síðarnefnda félagsins á Cousin en þau hafa þó ekki enn gengið formlega í gegn.

Cousin lék í 20 mínútur með Lens á núverandi tímabili í Frakklandi áður en hann gekk til liðs við Rangers.

Samkvæmt reglum FIFA má leikmaður ekki leika með þremur félögum á einu og sama keppnistímabilinu. Hann mætti þó semja með Fulham en gæti ekki spilað með félaginu þar til 1. júlí næstkomandi.

Rangers keypti Cousin á 700 þúsund pund í ágúst en Fulham bauð þrjár milljónir punda í Cousin sem er 31 árs gamall. Rangers samþykkti tilboðið.

Búist er við því að FIFA úrskurði um málið í næstu viku og þá hvort að Cousin verði veitt undanþága frá fyrrgreindri reglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×