Enski boltinn

Defoe til Portsmouth

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Defoe í leik með Tottenham í síðasta mánuði.
Defoe í leik með Tottenham í síðasta mánuði. Nordic Photos / Getty Images

Seint í kvöld fékkst það loksins staðfest að Jermain Defoe væri genginn til liðs við Portsmouth þar sem hann hittir fyrir Harry Redknapp á nýjan leik.

Hvorki kaupverðið né lengd samningsins var uppgefin í frétt á heimasíðu Portsmouth sem birtist nú í kvöld.

Redknapp fékk Defoe til West Ham árið 1999 er hann var sautján ára gamall. Þar lék hann í fimm ár áður en hann gekk til liðs við Tottenham.

Þar hefur hann átt erfitt uppdráttar og lítið fengið að spila. Hann var þar að auki ekki valinn í enska landsliðshópinn sem Fabio Capello kynnti í dag.

„Ég hlakka til að fá að spila fótbolta og vil ég skora eins mörg mörk fyrir Portsmouth og ég get," sagði Defoe. „Ég er mjög hamingjusamur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×