Enski boltinn

Caicedo til Manchester City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Felipe Caicedo í leik með Basel í haust.
Felipe Caicedo í leik með Basel í haust. Nordic Photos / AFP

Manchester City staðfesti eftir að félagaskiptaglugginn lokaði á miðnætti að samið hefði verið við Felipe Caicedo í tæka tíð.

Caicedo er nítján ára sóknarmaður frá Ekvador sem hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað fimmtán landsleiki og skorað í þeim tvö mörk.

Hann kemur frá FC Basel í Sviss þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö ár. Hann skoraði fjögur mörk í tólf leikjum með Basel á fyrri hluta tímabilsins í Sviss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×