Enski boltinn

Alves til Middlesbrough

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Afonso Alves (til vinstri) í leik með Heerenveen.
Afonso Alves (til vinstri) í leik með Heerenveen. Nordic Photos / AFP

Samkvæmt frétt á heimasíðu hollenska úrvalsdeildarliðsins SC Heerenveen hefur Brasilíumaðurinn Afonso Alves samið við Middlesbrough til loka tímabilsins 2012.

Miklar vangaveltur hafa verið um framtíð Alves síðustu mánuðina en AZ Alkmaar hélt því til að mynda fram að hann hefði skrifað undir samning við félagið.

Þá var hann einnig orðaður við Manchester City en nú hefur Middlesbrough unnið kapphlaupið um markahrókinn Alves sem skoraði til að mynda sjö mörk í einum leik í haust.

Fyrr í vikunni útvegaði Middlesbrough Alves vinnuleyfi í Bretlandi. Kaupverðið hefur ekki verið uppgefið en talið er víst að Middlesbrough hafi aldrei greitt meira fyrir leikmann.

Gamla metið var átta milljónir punda en fullyrt er á ýmsum vefmiðlum að kaupverðið á Alves nemi tólf milljónum punda. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×