Enski boltinn

Stalteri lánaður til Fulham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paul Stalteri í leik með Tottenham.
Paul Stalteri í leik með Tottenham. Nordic Photos / Getty Images

Paul Stalteri var í kvöld lánaður til Fulham en hann er á mála hjá Tottenham. Samningurinn gildir út leiktíðina.

Stelteri hefur átt erfitt uppdráttar hjá Tottenham síðan Pascal Chimbonda kom til liðsins. Nú fyrir skömmu kom annar varnarmaður til liðsins, Alan Hutton frá Rangers, og því útlit fyrir að Stalteri myndi falla enn neðar í goggunarröðinni.

Hann hefur spilað 56 leiki fyrir Tottenham og skorað í þeim þrjú mörk. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×