Enski boltinn

Hodgson nær í tvo Finna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jari Litmanen mun senn klæðast búningi Fulham.
Jari Litmanen mun senn klæðast búningi Fulham. Nordic Photos / Getty Images

Fulham hefur samið við þá Jari Litmanen og Toni Kallio en báðir léku þeir undir stjórn Roy Hogdson í finnska landsliðinu.

Hodgson sagði upp starfi sínu sem landsliðsþjálfari Finnlands í haust og tók svo við Fulham fyrir nokkrum vikum síðan.

Litmanen var án félags en lék síðast með Malmö í Svíþjóð en hann samdi við Fulham út leiktíðina.

Kallio kemur til Fulham frá Young Boys í Sviss en þar áður lék hann með Molde í Noregi og HJK Helsinki í heimalandi sínu.

Hann er varnarmaður og getur bæði spilað sem miðvörður og vinstri bakvörður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×