Enski boltinn

Defoe á leið til Portsmouth

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jermain Defoe í leik með Tottenham.
Jermain Defoe í leik með Tottenham. Nordic Photos / Getty Images

Tottenham hefur samþykkt kauptilboð Portsmouth í sóknarmanninn Jermain Defoe.

Ef af líkum lætur mun Defoe ganga frá félagaskiptunum fyrir miðnætti þegar félagaskiptaglugginn lokar á nýjan leik.

Defoe fékk að vita það fyrir skömmu að honum væri frjálst að fara frá Tottenham en hann hefur lengi átt í erfiðleikum með að festa sig í sessi hjá Tottenham.

Hann er 25 ára gamall og var til að mynda ekki valinn í landsliðshóp Englands í dag sem var sá fyrsti sem Fabio Capello tilkynnti.

Núverandi samningur Defoe við Spurs rennur út að loknu næsta keppnistímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×