United aftur á toppinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2008 21:53 Leikmenn United fagna öðru marki Ronaldo í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Manchester United tyllti sér aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld með 2-0 sigri á Portsmouth. Þá gerðu Everton og Tottenham markalaust jafntefli en heimamenn hreinlega óðu í færum í leiknum en náðu samt ekki að skora. Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk United í leiknum og hefur nú skorað 19 mörk í ensku úrvalsdeildinni og 27 mörk í síðustu 28 leikjum sínum. Manchester United - Portsmouth 1-0 1-0 Cristiano Ronaldo (10.) 2-0 Cristiano Ronaldo (13.) Harry Redknapp stjóri Portsmouth valdi Noe Pamarat fram yfir Hermann Hreiðarsson í stöðu vinstri bakvarðar í kvöld en auk þess var Sol Campbell mættur á sinn stað í vörn liðsins á nýjan leik. Þá lék Milan Baros sinn fyrsta leik fyrir Portsmouth í kvöld. Alex Ferguson gerði nokkrar breytingar á sínu liði og hvíldi Ryan Giggs og setti Carlos Tevez á bekkinn. Nemanja Vidic, Paul Scholes og Park Ji-Sung voru allir í byrjunarliði United í kvöld. United byrjaði mun betur í leiknum og Scholes stjórnaði sóknarleik liðsins vel. Það var þó Cristiano Ronaldo sem var hetja liðsins eins og svo oft áður er hann skoraði tvívegis í fyrri hálfleik með stuttu millibili. Það fyrra með skoti af stuttu færi eftir að hafa spilað sig í gegnum vörn Portsmouth eftir laglegan samleik við Nani. Það síðara kom svo beint úr aukaspyrnu og var ekki síður glæsilegt. Yfir veginn og í markvinkilinn nær. David James haggaðist ekki í markinu. Wes Brown fékk svo gott tækifæri til að koma United í 3-0 en skot hans fór yfir mark Portsmouth úr góðu færi. Nani fékk sama tækifæri í lok hálfleiksins en í stað þess að renna boltanum á Ronaldo sem var í mun betra færi ákvað hann að skjóta sjálfur en hann hitti ekki markið. Það er of mikið verk að ætla að telja upp öll þau marktækifæri sem urðu til í síðari hálfleik en það er skemmst frá því að segja að ekkert mark var þó skorað. Hermann Hreiðarsson kom inn á í hálfleik og komst vel frá sínu hlutverki. Radek Cerny ver hér frá Andy Johnson. Jonathan Woodgate fylgist með.Nordic Photos / Getty Images Everton - Tottenham 0-0 Jonathan Woodgate fór beint í byrjunarliðið hjá Tottenham en hann gekk til liðs við félagið nú í vikunni. Hjá Everton var Leighton Baines í byrjunarliðinu þrátt fyrir að hann hafi átt við meiðsli að stríða að undanförnu. Þessir tveir menn áttu svo eftir að koma við sögu en eitt besta færi fyrri hálfleiksins kom er Baines átti skot að marki Tottenham en Woodgate náði að koma í veg fyrir að það færi yfir línuna. En Everton var mun nærri því að skora í fyrri hálfleik þó ekkert mark hafi komið. Það sama hélt áfram í síðari hálfleik en án þess þó að Andy Johnson og félagar hjá Everton næðu að brjóta ísinn. Þeir fengu þó næg tækifæri til þess. Allt kom fyrir ekki og máttu Tottenham-menn þakka fyrir stigið sem þeir fengu í leiknum í kvöld en að sama skapi mega leikmenn Everton naga sig í handabökin. Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Manchester United tyllti sér aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld með 2-0 sigri á Portsmouth. Þá gerðu Everton og Tottenham markalaust jafntefli en heimamenn hreinlega óðu í færum í leiknum en náðu samt ekki að skora. Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk United í leiknum og hefur nú skorað 19 mörk í ensku úrvalsdeildinni og 27 mörk í síðustu 28 leikjum sínum. Manchester United - Portsmouth 1-0 1-0 Cristiano Ronaldo (10.) 2-0 Cristiano Ronaldo (13.) Harry Redknapp stjóri Portsmouth valdi Noe Pamarat fram yfir Hermann Hreiðarsson í stöðu vinstri bakvarðar í kvöld en auk þess var Sol Campbell mættur á sinn stað í vörn liðsins á nýjan leik. Þá lék Milan Baros sinn fyrsta leik fyrir Portsmouth í kvöld. Alex Ferguson gerði nokkrar breytingar á sínu liði og hvíldi Ryan Giggs og setti Carlos Tevez á bekkinn. Nemanja Vidic, Paul Scholes og Park Ji-Sung voru allir í byrjunarliði United í kvöld. United byrjaði mun betur í leiknum og Scholes stjórnaði sóknarleik liðsins vel. Það var þó Cristiano Ronaldo sem var hetja liðsins eins og svo oft áður er hann skoraði tvívegis í fyrri hálfleik með stuttu millibili. Það fyrra með skoti af stuttu færi eftir að hafa spilað sig í gegnum vörn Portsmouth eftir laglegan samleik við Nani. Það síðara kom svo beint úr aukaspyrnu og var ekki síður glæsilegt. Yfir veginn og í markvinkilinn nær. David James haggaðist ekki í markinu. Wes Brown fékk svo gott tækifæri til að koma United í 3-0 en skot hans fór yfir mark Portsmouth úr góðu færi. Nani fékk sama tækifæri í lok hálfleiksins en í stað þess að renna boltanum á Ronaldo sem var í mun betra færi ákvað hann að skjóta sjálfur en hann hitti ekki markið. Það er of mikið verk að ætla að telja upp öll þau marktækifæri sem urðu til í síðari hálfleik en það er skemmst frá því að segja að ekkert mark var þó skorað. Hermann Hreiðarsson kom inn á í hálfleik og komst vel frá sínu hlutverki. Radek Cerny ver hér frá Andy Johnson. Jonathan Woodgate fylgist með.Nordic Photos / Getty Images Everton - Tottenham 0-0 Jonathan Woodgate fór beint í byrjunarliðið hjá Tottenham en hann gekk til liðs við félagið nú í vikunni. Hjá Everton var Leighton Baines í byrjunarliðinu þrátt fyrir að hann hafi átt við meiðsli að stríða að undanförnu. Þessir tveir menn áttu svo eftir að koma við sögu en eitt besta færi fyrri hálfleiksins kom er Baines átti skot að marki Tottenham en Woodgate náði að koma í veg fyrir að það færi yfir línuna. En Everton var mun nærri því að skora í fyrri hálfleik þó ekkert mark hafi komið. Það sama hélt áfram í síðari hálfleik en án þess þó að Andy Johnson og félagar hjá Everton næðu að brjóta ísinn. Þeir fengu þó næg tækifæri til þess. Allt kom fyrir ekki og máttu Tottenham-menn þakka fyrir stigið sem þeir fengu í leiknum í kvöld en að sama skapi mega leikmenn Everton naga sig í handabökin.
Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira