Enski boltinn

Routledge til Aston Villa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Routledge í sínum síðasta leik með Tottenham - gegn Derby í ágúst síðastliðnum.
Wayne Routledge í sínum síðasta leik með Tottenham - gegn Derby í ágúst síðastliðnum. Nordic Photos / Getty Images
Aston Villa hefur gengið frá kaupum á miðvallarleikmanninum Wayne Routledge frá Tottenham fyrir 1,5 milljón punda.

Routledge hefur átt erfitt uppdráttar vegna meiðsla síðan hann kom til Tottenham frá Crystal Palace árið 2005.

Þá þótti hann meðal efnilegri leikmanna Englands en hann náði sér aldrei á strik. Hann var bæði lánaður til Fulham og Portsmouth þegar hann var á mála hjá Tottenham.

Routledge skrifaði undir átján mánaða samning við Aston Villa. Hann hefur komið við sögu í aðeins tveimur leikjum með Tottenham á tímabilinu en báðir þeir leikir fóru fram í ágúst síðastliðnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×