Enski boltinn

Baros aftur til Englands

Milan Baros í leik með tékkneska landsliðinu.
Milan Baros í leik með tékkneska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images

Portsmouth gekk í dag frá lánssamningi við Lyon þess efnis að tékkneski sóknarmaðurinn Milan Baros myndi leika með Portsmouth út leiktíðina.

Baros gekk til liðs við Lyon fyrir ári síðan en þá var hann á mála hjá Aston villa. Þar áður lék hann með Liverpool.

„Hann er góður leikmaður og var markahæsti maður síðasta Evrópumóts. Þetta er frábært tækifæri til að skoða hann betur," sagði Harry Redknapp, stjóri Portsmouth.

Baros skoraði á sínum tíma nítján mörk fyrir Liverpool í 68 deildarleikjum og hjá Aston Villa skoraði hann níu mörk í 34 leikjum.

Baros er þriðji leikmaðurinn sem kemur til Portsmouth í þessum mánuði en áður voru þeir Lassana Diarra og Lucien Aubey komnir til félagsins. Diarra var keyptur frá Arsenal en Aubey fenginn að láni frá Lens í Frakklandi.

Þá seldi Portsmouth Matt Taylor til Bolton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×