Enski boltinn

Tvö úrvalsdeildarlið úr leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Neil Mellor innsiglar 4-1 sigur Preston á Derby með marki úr vítaspyrnu.
Neil Mellor innsiglar 4-1 sigur Preston á Derby með marki úr vítaspyrnu. Nordic Photos / Getty Images

Tíu leikir fóru fram klukkan 15.00 í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar. Tvö úrvalsdeildarlið duttu úr keppni.

Arsenal vann Newcastle, 3-0, í stórslag dagsins og þá tapaði Derby stórt fyrir Preston North End á heimavelli, 4-1.

Emmanuel Adebayor skoraði tvö mörk fyrir Arsenal í dag en Nicky Butt varð einnig fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði Portsmouth sem lenti undir gegn Plymouth en vann á endanum 2-1 sigur.

Chris Clark kom Plymouth yfir en þeir Lassana Diarra og Niko Kranjcar skoruðu mörk Portsmouth. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik.

Úrslit leikja sem hófust klukkan 15.00:



Arsenal - Newcastle 3-0

Barnet - Bristol Rovers 0-1

Coventry - Millwall 2-1

Derby - Preston 1-4

Liverpool - Havant & Waterlooville 5-2

Oldham - Huddersfield 0-1

Peterborough - West Brom 0-3

Portsmouth - Plymouth 2-1

Southampton - Bury 2-0

Watford - Wolves 1-4




Fleiri fréttir

Sjá meira


×