Enski boltinn

Havant & Waterlooville tók forystuna á Anfield

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Havant & Waterlooville fagna marki.
Leikmenn Havant & Waterlooville fagna marki. Nordic Photos / Getty Images

Einhver óvæntustu tíðindi í sögu enskrar knattspyrnu áttu sér stað á áttundu mínútu leiks Liverpool og utandeildarliðsins Havant & Waterlooville.

Þá skoraði Richard Pacquette mark eftir hornspyrnu og kom Havant & Waterlooville yfir gegn Liverpool á Anfield.

Þetta gerði það að verkum að stuðningsmenn Havant & Waterlooville fóru að hæðast að stuðningsmönnum Liverpool sem urðu að taka því þegjandi og hljóðalaust.

Vísir mun að sjálfsögðu greina frá úrslitum leiksins um leið og honum er lokið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×