Enski boltinn

Shearer verður ekki aðstoðarmaður Keegan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kevin Keegan, stjóri Newcastle.
Kevin Keegan, stjóri Newcastle. Nordic Photos / Getty Images

Kevin Keegan hefur staðfest að Alan Shearer verði ekki aðstoðarmaður sinn hjá Newcastle.

Keegan var í síðustu viku óvænt ráðinn knattspyrnustjóri Newcastle og sagði Shearer að hann myndi gjarnan vilja vinna með Keegan.

Þeir héldu langan fund í gærkvöldi og komust að þeirri niðurstöðu að ekkert yrði að þessu samstarfi að sinni.

„Við hittumst aftur á mánudaginn en það er ljóst að hann verður ekki aðstoðarknattspyrnustjóri," sagði Keegan.

Hann bætti því við að það væri ekki útilokað að hann taki að sér aðra stöðu hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×