Enski boltinn

Middlesbrough samþykkir tilboð Tottenham í Woodgate

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jonathan Woodgate í leik með Middlesbrough.
Jonathan Woodgate í leik með Middlesbrough. Nordic Photos / Getty Images

Middlesbrough hefur samþykkt sjö milljóna punda tilboð Tottenham í varnarmanninn Jonathan Woodgate.

Þetta er sama upphæð og Middlesbrough greiddi Real Madrid fyrir Woodgate síðastliðið sumar.

Juande Ramos, stjóri Tottenham, hefur sett það í forgang að styrkja vörn sína fyrir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni. Tottenham hefur því verið orðað við fjölda varnarmenn.

En þessi tíðindi koma engu að síður á óvart þar sem Woodgate hefur ekki verið sagður á leið frá Middlesbrough undanfarnar vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×