Fótbolti

Burley boðið starf landsliðsþjálfara

George Burley, knattspyrnustjóri Southampton.
George Burley, knattspyrnustjóri Southampton. Nordic Photos / Getty Images

Skoska knattspyrnusambandi mun bjóða George Burley að taka við starfi landsliðsþjálfara.

Þetta hefur fréttastofa BBC eftir heimildamanni sínum. Burley mun hafa verið einn fjögurra manna sem skoska knattspyrnusambandið hefur verið að skoða undanfarnar vikur síðan að Alex McLeish sagði starfi sínu lausu.

Ásamt Burley voru þetta Mark McGhee, Graeme Souness og Tommy Burns.

Burley er nú knattspyrnustjóri Southampton en talið er að hann muni hætta því starfi og taka við starfi landsliðsþjálfara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×