Enski boltinn

Sunderland kaupir Bardsley

Elvar Geir Magnússon skrifar
Phil Bardsley í einum af sínum átján leikjum fyrir Manchester United.
Phil Bardsley í einum af sínum átján leikjum fyrir Manchester United.

Sunderland hefur keypt hægri bakvörðinn Phil Bardsley frá Manchester United á tvær milljónir punda. Þessi 22 ára leikmaður var á lánssamningi hjá Sheffield United en hefur skrifað undir þriggja og hálfs árs samning við Sunderland.

Bardsley lék aðeins átján leiki fyrir aðallið Manchester United og var lánaður um víðan völl, meðal annars til Glasgow Rangers og Aston Villa.

Hann er þriðji leikmaðurinn sem Sunderland fær í janúar. Áður hafði Jonny Evans komið á lánssamningi frá Manchester United og Jean-Yves Mvoto var keyptur frá franska liðinu Paris St-Germain.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×