Innlent

Íslendingar drekka minnst vestrænna þjóða

Íslendingar drekka minnst vestrænna þjóða, samkvæmt rannsókn sem Fréttablaðið greinir frá í dag. Jafnvel þótt drykkja Íslendinga hafi aukist um 110% á árunum 1980 til 2005, eða úr þremur lítrum í 6,4 lítra á mann á ári, þá drekki Íslendingar samt minna áfengi en íbúar annarra vestrænna ríkja.

Blaðið vitnar í grein Bjarna Þorleifssonar meltingarlæknis við Landsspítalann í Læknablaðinu, þar sem segir að hér á landi sé skorpulifur mun fátíðari en víðast hvar annars staðar. Bjarni þakkar þetta aðhaldsstefnu í áfengismálum, þ.e.a.s. háu verði á áfengi og lélegu aðgengi að því.

Einnig er bent á að neynsluvenjur hafi breyst með tilkomu bjórsins. Fyrir komu hans hafi sterkt áfengi verið tæplega 80 prósent af því áfengi sem Íslendingar neyta, en nú sé sterkt áfengi um 20 prósent af neyslunniAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.