Fótbolti

Sama byrjunarlið og gegn Norðmönnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari.
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari. Mynd/E. Stefán

Ólafur Jóhannesson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Skotlandi í undankeppni HM 2010 á Laugardalsvelli í kvöld.

Engar breytingar eru á liðinu sem gerði 2-2 jafntefli við Norðmenn í Osló um síðustu helgi.

Guðmundur Steinarsson, sem kom þó inn á sem varamaður í Noregi, er ekki í hópnum í dag. Gunnar Heiðar Þorvaldsson kemur inn í hópinn.

Leikið er samkvæmt 4-5-1 leikkerfinu en Skotar stilla sínu liði upp samkvæmt 4-3-3 leikkerfinu.

Liðið:

Markvörður: Kjartan Sturluson

Hægri bakvörður: Grétar Rafn Steinsson

Vinstri bakvörður: Bjarni Ólafur Eiríksson

Miðverðir: Kristján Örn Sigurðsson og Hermann Hreiðarsson, fyrirliði

Tengiliðir: Aron Einar Gunnarsson og Stefán Gíslason

Sóknartengiliður: Eiður Smári Guðjohnsen



Hægri kantur
: Birkir Már Sævarsson

Vinstri kantur: Emil Hallfreðsson

Framherji: Heiðar Helguson

Varamenn:

Fjalar Þorgeirsson

Indriði Sigurðsson

Ragnar Sigurðsson

Gunnar Heiðar Þorvaldsson

Pálmi Rafn Pálmason

Veigar Páll Gunnarsson

Stefán Þór Þórðarson

Ekki í hópnum:

Jónas Guðni Sævarsson

Davíð Þór Viðarsson

Hólmar Örn Rúnarsson

Guðmundur Steinarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×