Erlent

Glitnir um allan heim með World Press Photo

Óli Tynes skrifar
Í Glitnis jakka. Ein af verðlaunamyndum Eriks Refners.
Í Glitnis jakka. Ein af verðlaunamyndum Eriks Refners. MYND/ERIK REFNER

Fréttamyndasýningin World Press Photo stendur nú yfir í Kaupmannahöfn. Meðal mynda sem unnu til verðlauna var myndaröð eftir Erik Refner ljósmyndari Berlingske Tidende.

Myndirnar voru af hundblautum þátttakendum í Kaupmannahafnarmaraþoninu í sumar.

Og allir þátttakandendurnir voru íklæddir jökkum merktum Glitni. Eða merktir bankanum með hálsböndum eða öðru glingri.

Orðstír Glitnis fer því um allan heim, með World Press Photo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×