Íslenski boltinn

Marel byrjar hjá Blikum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Marel Baldvinsson.
Marel Baldvinsson.

Klukkan 20 hefst leikur KR og Breiðabliks í Landsbankadeild karla. Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks hefur gert fjórar breytingar á byrjunarliðið Breiðabliks frá því í markalausa jafnteflinu á móti Þrótti í síðustu umferð.

Sóknarparið Magnús Páll Gunnarson og Prince Rajcomar eru báðir komnir á bekkinn líkt og þeir Olgeir Sigurgeirsson og Arnór Aðalsteinsson. Í byrjunarliðið eru hinsvegar komnir Steinþór Freyr Þorsteinsson, Marel Baldvinsson, Guðmann Þórisson og Kristinn Jónsson.

Logi Ólafsson, þjálfari KR, stillir hinsvegar upp sama byrjunarliðinu þriðja leikinn í röð. Fylgst er grannt með gangi mála í leiknum á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×