Enski boltinn

Fred á leið til Tottenham?

NordcPhotos/GettyImages

Umboðsmaður og bróðir brasilíska framherjans Fred hjá Lyon segir að góðar líkur á því að leikmaðurinn gangi í raðir Tottenham í sumar.

Hann segir enska félagið vera við það að skila inn endurbættu tilboði í leikmanninn og sé það ásættanlegt, muni hinn 25 ára gamli framherji ganga í raðir Lundúnaliðsins.

Fred hefur skorað fimm mörk í níu landsleikjum en átti ekki fast sæti í liði frönsku meistaranna á síðustu leiktíð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×