Staðan kallar á endurskoðun reglna fjármálakerfisins 2. október 2008 20:27 Þær þrengingar sem Íslendingar horfast í augu við nú kalla á endurskoðun reglna fjármálakerfisins og ofurlauna, sagði Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingarmálaráðherra við umræður um stefnuræðu forsætisráðherra. Jóhanna flutti ræðu í stað Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra og formanns Samfylkingarinnar, sem glímir við veikindi. Jóhann sagði þó að Ingibjörg fylgdist með og væri í stöðugu sambandi við ríkisstjórnina. Hún væri á góðum batavegi. Jóhanna Sigurðardóttir sagði áhrif lánsfjárkreppu myndu ráða miklu um næstu misseri. Nú reyndi á samfélagslega innviði og styrk Íslendinga. Á stundum sem þessum þyrftu allir að snúa bökum saman og ná niður verðbólgu. Óskaði hún eftir stuðningi almennings og ábyrgri stjórnarandstöðu. Þá sagði hún engum árangri skila að leita að sökudólgi og að rangt væri að ríkisstjórnin gerði ekki neitt. Farið hefði verið í margvíslegar aðgerðir til að treysta velferðarkerfið. Jóhanna sagði mikilvægt við þessar aðstæður að innviðir væru sterkir og ríkissjóður skuldlaus og þá væru gífurleg verðmæti í auðlindum og menntuðu fóki. Verkefnið væri að koma á stöðugleika og vinna gegn gjaldþrotum og atvinnuleysi. Jóhanna sagði útrás fjármálafyrirtækja hafa verið farna af meira kappi en forsjá, græðgin hefði verið of mikil og ofurkjör hefðu slitið fjármálamenn úr sambandi við þjóðina. Staðan kallaði á endurskoðun fjármálakerfisins og réttmæti kaupréttarsamninga. Þá bæri fjármálastofnunum að koma sterkt inn í þann björgunarleiðangur sem nú væri hafinn og mikilvægt væri að lánardrottnar sætust yfri það með fólki hvernig þeir gætu auðveldað þeim að greiða skuldir. Það væri ekki boðlegt að segja nú að hver væri sinnar gæfu smiður. Jóhanna sagðist hafa falið Íbúðalánasjóði að rýmka heimildir sínar fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum og þá lýsti hún áhyggjum yfir því ef bankar myndu endurskoða vexti sínu á næsta ári. Það hlyti að koma til greina að Íbúðalánasjóður yrði það skjól sem opnaði fólki dyr til endurfjármögnunar. Jóhanna sagði velferðarkerfið hafa verið styrkt í tíð núverandi ríkisstjórnar og að því myndum við búa þegar við gengjum í gegnum erfiðleikana. Ríkisstjórnin hefði styrkt stöðu lífeyrisþega, barna og heimilanna. Þá væri húsnæðismarkðaðurinn traustur og öruggt húsaskjól væri hornsteinn velferðarkerfisins. Jóhanna sagðist gera sér grein fyrir því að margir horfðust í augu við mikla fjárhagslega erfiðleika. Við gætum unnið okkur saman úr stöðunni og stoðir landsins væru styrkar. Upp væru runnir tímar samstöðu og jafnaðarmennsku og þá vakt myndi Samfylkingin og ríkisstjórnin standa. Tengdar fréttir Forystufólk loki sig inni í Höfða og leysi vandann „Nýfrjálshyggjubyltingin er að éta börnin sín,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Steingrímur gerði efnahagsvandann að þjóðinni að umtalsefni og sagði að lærdómar heimskreppunnar miklu árið 1930 væru að rifjast upp „Hvernig var hægt að endurtaka sömu mistökin byggð á blindri trú á markaðinn?“ 2. október 2008 20:39 Guðni: Stefnuræða Geirs var um ekki neitt Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra fyrr í kvöld að þjóðin sé slegin fyrir stöðu máli í landinu. Hann sagði hlutverk stjórnmálamanna vera að róa almenning en ræða Geirs hafi aftur á móti ekki verið um neitt. 2. október 2008 20:44 Geir: Bankarnir búa sig undir mikla varnarbaráttu Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi að allir hafi vitað að góðærið myndi ekki vara endalaust en enginn hafi séð fyrir þann storm sem skalla á efnahagskerfi heimsins. 2. október 2008 20:13 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Þær þrengingar sem Íslendingar horfast í augu við nú kalla á endurskoðun reglna fjármálakerfisins og ofurlauna, sagði Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingarmálaráðherra við umræður um stefnuræðu forsætisráðherra. Jóhanna flutti ræðu í stað Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra og formanns Samfylkingarinnar, sem glímir við veikindi. Jóhann sagði þó að Ingibjörg fylgdist með og væri í stöðugu sambandi við ríkisstjórnina. Hún væri á góðum batavegi. Jóhanna Sigurðardóttir sagði áhrif lánsfjárkreppu myndu ráða miklu um næstu misseri. Nú reyndi á samfélagslega innviði og styrk Íslendinga. Á stundum sem þessum þyrftu allir að snúa bökum saman og ná niður verðbólgu. Óskaði hún eftir stuðningi almennings og ábyrgri stjórnarandstöðu. Þá sagði hún engum árangri skila að leita að sökudólgi og að rangt væri að ríkisstjórnin gerði ekki neitt. Farið hefði verið í margvíslegar aðgerðir til að treysta velferðarkerfið. Jóhanna sagði mikilvægt við þessar aðstæður að innviðir væru sterkir og ríkissjóður skuldlaus og þá væru gífurleg verðmæti í auðlindum og menntuðu fóki. Verkefnið væri að koma á stöðugleika og vinna gegn gjaldþrotum og atvinnuleysi. Jóhanna sagði útrás fjármálafyrirtækja hafa verið farna af meira kappi en forsjá, græðgin hefði verið of mikil og ofurkjör hefðu slitið fjármálamenn úr sambandi við þjóðina. Staðan kallaði á endurskoðun fjármálakerfisins og réttmæti kaupréttarsamninga. Þá bæri fjármálastofnunum að koma sterkt inn í þann björgunarleiðangur sem nú væri hafinn og mikilvægt væri að lánardrottnar sætust yfri það með fólki hvernig þeir gætu auðveldað þeim að greiða skuldir. Það væri ekki boðlegt að segja nú að hver væri sinnar gæfu smiður. Jóhanna sagðist hafa falið Íbúðalánasjóði að rýmka heimildir sínar fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum og þá lýsti hún áhyggjum yfir því ef bankar myndu endurskoða vexti sínu á næsta ári. Það hlyti að koma til greina að Íbúðalánasjóður yrði það skjól sem opnaði fólki dyr til endurfjármögnunar. Jóhanna sagði velferðarkerfið hafa verið styrkt í tíð núverandi ríkisstjórnar og að því myndum við búa þegar við gengjum í gegnum erfiðleikana. Ríkisstjórnin hefði styrkt stöðu lífeyrisþega, barna og heimilanna. Þá væri húsnæðismarkðaðurinn traustur og öruggt húsaskjól væri hornsteinn velferðarkerfisins. Jóhanna sagðist gera sér grein fyrir því að margir horfðust í augu við mikla fjárhagslega erfiðleika. Við gætum unnið okkur saman úr stöðunni og stoðir landsins væru styrkar. Upp væru runnir tímar samstöðu og jafnaðarmennsku og þá vakt myndi Samfylkingin og ríkisstjórnin standa.
Tengdar fréttir Forystufólk loki sig inni í Höfða og leysi vandann „Nýfrjálshyggjubyltingin er að éta börnin sín,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Steingrímur gerði efnahagsvandann að þjóðinni að umtalsefni og sagði að lærdómar heimskreppunnar miklu árið 1930 væru að rifjast upp „Hvernig var hægt að endurtaka sömu mistökin byggð á blindri trú á markaðinn?“ 2. október 2008 20:39 Guðni: Stefnuræða Geirs var um ekki neitt Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra fyrr í kvöld að þjóðin sé slegin fyrir stöðu máli í landinu. Hann sagði hlutverk stjórnmálamanna vera að róa almenning en ræða Geirs hafi aftur á móti ekki verið um neitt. 2. október 2008 20:44 Geir: Bankarnir búa sig undir mikla varnarbaráttu Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi að allir hafi vitað að góðærið myndi ekki vara endalaust en enginn hafi séð fyrir þann storm sem skalla á efnahagskerfi heimsins. 2. október 2008 20:13 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Forystufólk loki sig inni í Höfða og leysi vandann „Nýfrjálshyggjubyltingin er að éta börnin sín,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Steingrímur gerði efnahagsvandann að þjóðinni að umtalsefni og sagði að lærdómar heimskreppunnar miklu árið 1930 væru að rifjast upp „Hvernig var hægt að endurtaka sömu mistökin byggð á blindri trú á markaðinn?“ 2. október 2008 20:39
Guðni: Stefnuræða Geirs var um ekki neitt Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra fyrr í kvöld að þjóðin sé slegin fyrir stöðu máli í landinu. Hann sagði hlutverk stjórnmálamanna vera að róa almenning en ræða Geirs hafi aftur á móti ekki verið um neitt. 2. október 2008 20:44
Geir: Bankarnir búa sig undir mikla varnarbaráttu Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi að allir hafi vitað að góðærið myndi ekki vara endalaust en enginn hafi séð fyrir þann storm sem skalla á efnahagskerfi heimsins. 2. október 2008 20:13