Enski boltinn

Fáir hafa trú á Derby

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Derby fagna marki í síðasta mánuði.
Leikmenn Derby fagna marki í síðasta mánuði. Nordic Photos / Getty Images
Ekki margir lesenda Vísis hafa trú á því að Derby bjargi sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni, eins og ef til vill eðlilegt er.

Derby hefur aðeins unnið einn leik á leiktíðinni til þessa og er langneðst í deildinni með níu stig.

Aðeins 9,5% þeirra sem svöruðu spurningu dagsins á íþróttavef Vísis í gær, „Mun Derby bjarga sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni?", svöruðu henni játandi. 90,5% sögðu nei.

Ný spurning dagsins fjallar að þessu sinni um málefni íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Eftir því sem kom fram í Fréttablaðinu í morgun virðist fátt koma í veg fyrir að Dagur Sigurðsson verði ráðinn næsti landsliðsþjálfari.

Við spyrjum því: „Á HSÍ að ráða Dag Sigurðsson sem landsliðsþjálfara?". Taka má þátt með því að svara hér vinstra megin á síðunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×