Enski boltinn

Enska knattspyrnusambandið vill skoða frekar 6+5 regluna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sepp Blatter, forseti FIFA.
Sepp Blatter, forseti FIFA. Nordic Photos / Getty Images

Enska knattspyrnusambandið sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem sambandið lýsir yfir vilja til að skoða frekar tillögu Sepp Blatter, forseta FIFA, um að takmarka fjölda erlendra leikmanna í byrjunarliði evrópskra knattspyrnufélaga.

Yfirlýsingin sagði að enska knattspyrnusambandið hafi á þingi Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, stutt að Blatter kanni ásamt forseta UEFA og annarra fyrirmanna í íþróttaheiminum hvernig tillagan gæti virkað innan lagaramma Evrópusambandsins.

Blatter vill að ekki fleiri en fimm erlendir leikmenn geti verið í byrjunarliði evrópskra félaga hverju sinni. Talsmenn Evrópusambandsins hafa sagt að slík tillaga myndi aldrei standast vinnulög sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×