Innlent

Fljúgandi furðurhlutur yfir Grafarvogi?

Lögregla fékk heldur óvenjulega upphringingu seint í gærkvöld þegar íbúi í Grafarvogi tilkynnti um einkennilegt ljós á himni.

Lögreglan brást fljótt við og hélt strax á vettvang en varð einskis vísari þrátt fyrir töluverða eftirgrennslan. Fram kemur í frétt lögreglunnar að því sé með öllu óljóst hvað hér var á ferðinni.

Ekki sé óhugsandi að hér hafi verið um blys að ræða eða ef til vill fljúgandi furðuhlut. Það síðarnefnda sé þó ólíklegra enda þótt lögregluyfirvöldum hafi áður borist tilkynningar um slíka hluti.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.