Enski boltinn

Voronin vill vera áfram

Elvar Geir Magnússon skrifar
Voronin er ánægður hjá Liverpool.
Voronin er ánægður hjá Liverpool.

Úkraínski landsliðsmaðurinn Andriy Voronin segist ekki vera ósáttur hjá Liverpool. Hann kom til félagsins frá þýska liðinu Bayer Leverkusen síðasta sumar á frjálsri sölu en hefur ekki unnið sér fast sæti hjá liðinu.

„Einhverjir fjölmiðlar hafa haldið því fram að ég sé óánægður hér. Það hef ég aldrei sagt. Ég vissi að það yrði ekki auðvelt að festa mig í sessi hér," sagði Voronin við heimasíðu Liverpool.

„Ég og eiginkona mín erum búin að koma okkur vel fyrir í Englandi og höfum yfir engu að kvarta, nema kannski veðrinu. Ég vill vera áfram hjá Liverpool og vona að framtíð mín sé hér."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×