Enski boltinn

Ég eyddi milljónum í fjárhættuspil

NordcPhotos/GettyImages

Enski landsliðsmaðurinn David Bentley hefur viðurkennt að hafa eytt milljónum þegar hann var þungt haldinn af spilafíkn á sínum tíma. Hann segist oft hafa lagt fé undir meira en hundrað veðmál á dag.

"Ég lagði pening á allt mögulegt. Fyrst var maður að reyna að vinna sér inn 100 pund og stundum 100,000 pund. Ég var 14 ára þegar ég byrjaði á þessu en þegar ég byrjaði að fá hærri tekjur fór þetta úr böndunum. Ég var háður því að veðja á hunda, hesta, póker og amerísku íþróttirnar," sagði Bentley í sjónvarpsþætti.

"Það fyrsta sem ég hugsaði um þegar ég vaknaði var að veðja, ekki spila fótbolta. Ég hugsaði ekki um annað en að veðja. Maður verður háður þessu. En ég er kominn yfir þetta núna. Ég hef farið á veðreiðar og hundahlaup með fjölskyldunni og veðjað einu sinni - ekki oftar," sagði Bentley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×