Enski boltinn

Mascherano tekur út þriggja leikja bann

NordcPhotos/GettyImages

Argentínumaðurinn Javier Mascherano spilar ekki með Liverpool gegn Blackburn um helgina eftir að aganefnd enska knattspyrnusambandsins vísaði áfrýjun félagsins frá.

Mascherano var rekinn af velli gegn Manchester United á dögunum og fékk í framhaldinu tveggja leikja bann til viðbótar vegna hegðunar sinnar. Honum var auk þessa gert að greiða 15,000 punda sekt.

Hann verður löglegur með Liverpool á ný þann 19. apríl þegar liðið mætir Fulham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×