Enski boltinn

Flamini verður frá í þrjár vikur

NordcPhotos/GettyImages

Arsenal varð fyrir áfalli í dag þegar ljóst varð að miðjumaðurinn Matthieu Flamini yrði frá keppni vegna ökklameiðsla næstu þrjár vikurnar. Það þýðir að hann missir af stórleiknum gegn Manchester United á sunnudaginn.

Aðrir leikmenn eru nokkuð heilir í liði Arsenal og eiga að vera klárir í leikinn á sunnudag - en þar er á ferðinni algjör lykilleikur fyrir Lundúnaliðið ef það ætlar sér að vera með í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.

Manchester United er í toppsæti deildarinnar með 77 stig, Chelsea hefur 74 stig og Arsenal er í þriðja sæti með 71 stig, þegar fimm umferðir eru eftir af deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×