Enski boltinn

Kaka og Ronaldinho spenntir fyrir Englandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ronaldinho, leikmaður Barcelona.
Ronaldinho, leikmaður Barcelona. Nordic Photos / Getty Images

Brasilíumaðurinn Gilberto hjá Tottenham segir að landar sínir Kaka og Ronaldinho séu spenntir fyrir því að leika í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea hefur verið orðað við bæði Kaka og Ronaldinho en sá síðarnefndi er nánast öruggleg á leið frá Barcelona nú í sumar.

„Við hittumst þegar brasilíska landsliðið kom saman ræddum við um ensku úrvalsdeildinna ásamt Gilberto Silva sem hefur verið lengi í Englandi. Það er engin ástæða fyrir því að Ronaldinho og Kaka gætu ekki spilað í þessu landi enda margir Brasilíumenn hér."

„Áður fyrr töldu margir að Brasilíumenn ættu erfitt með að aðlagast enska leikstílnum eða enska loftslaginu. En nú þegar sumum brasilískum leikmönnum hefur gengið vel hér hefur það opnað dyrnar fyrir fleiri Brasilíumenn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×