Erlent

Þúsundir fögnuðu fæðingu Krists í Bethlehem

Þúsundir manna fögnuðu fæðingu Krists í Bethlehem í gær. Hátíðarhöld fóru fram í skugga eldflaugaárása Hamas samtakanna á Ísrael.

Hamas liðar skutur yfir 80 eldflaugum og sprengjuvörpu kúlum frá Gazaströndinni á Ísrael í gær til að hefna fyrir árás Ísraelshers fyrr í vikunni. Þá féllu þrír hamas liðar.

Eitt hús skemmdist illa í árásinni í gær en engan sakaði.

Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, fundar með Mubarak forseta Egyptarlands í Kairó í dag til að ræða hugsanleg viðbrögð Ísraelsmanna við árásunum.

Sex mánaða vopnahlé sem var í gildi milli Ísraelsmanna og Hamasliða lauk í síðustu viku. Síðan þá hafa átök farið harðnandi. Egyptamenn vonast til þess að hægt verði að koma á vopnahléi á ný.

Ströng öryggisgæsla var í borginni Betlehem á Vesturbakkanum, þar sem fatah liðar ráða ríkjum, en þar voru þúsundir pílagrimar samankomnir til að fagna fæðingu krists. Hátíðarhöld fóru vel fram og eru öll hótel í borginni bókuð fram í janúar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×