Íslenski boltinn

Arnar: Vorum ekki til staðar

Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Arnar Grétarsson, fyrirliði Breiðabliks, kunni enga skýringar á leik liðsins í fyrri hálfleik. Liðið var 1-5 undir gegn Grindavík en leikurinn endaði 3-6. Fyrsta tap Blika í sumar staðreynd.

„Við vorum ekki til staðar í fyrri hálfleik, ég kann engar skýringar á þessu. En ég tek ekkert af Grindvíkingum semyfirspiluðu okkur. Við áttum að komast inn í þetta fyrr en við rifum okkur aðeins upp. En við gerðum alltof mikið af mistökum og við töpuðum þessu bara í fyrri hálfleik," sagði Arnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×