Fótbolti

FIFA rannsakar mál Heskey

NordicPhotos/GettyImages

Alþjóða Knattspyrnusambandið hefur hrundið af stað rannsókn á meintum kynþáttaníð sem beint var að framherjanum Emile Heskey hjá enska landsliðinu þegar það lagði Króata í síðustu viku.

Enska knattspyrnusambandið lagði fram kvörtun eftir að áhorfendur á Maksimir vellinum framkölluðu apahljóð að Heskey eftir að hann braut á Niko Kovac.

Heskey sagðist sjálfur hafa leitt áreitið hjá sér og sagði að um "heimskt fólk" hefði verið að ræða.

"Það er betra að láta rétta fólkið eiga við svona, ég held bara áfram að spila minn leik," sagði Wigan-maðurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×