Enski boltinn

Benítez hefur áhuga á Zaki

Elvar Geir Magnússon skrifar
Zaki er á óskalista Liverpool og Manchester City,
Zaki er á óskalista Liverpool og Manchester City,

Rafa Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, staðfesti í dag að hann sé að fylgjast með egypska sóknarmanninum Ami Zaki sem skoraði tvö mörk á Anfield á laugardag.

Zaki hefur skorað sjö mörk í fyrstu átta leikjum sínum með Wigan og er markahæstur í úrvalsdeildinni. Hann er á lánssamningi frá El Zamaleik í heimalandinu.

Wigan hefur haldið því fram að félagið eigi forkaupsrétt á leikmanninum en Zamalek hefur gefið það út að félagið sé reiðubúið að selja hann hvert sem er. Manchester City er þegar hafa talið haft samband.

Benítez hyggst bæta við sig sóknarmanni í janúar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×