Innlent

Ríkinu gert að greiða Tryggingarmiðstöðinni 130 milljónir

Hæstiréttur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða Tryggingamiðstöðinni tæpar 130 milljónir með vöxtum frá árinu 2005 auk 3 milljóna í málskostnað. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur 2. október 2007.

Málið snýr að endurbótum á Þjóðminjasafnsinu en kostnaður við endurbætur á byggingunni varð talsvert hærri en samningar gerðu ráð fyrir.

Verktakafyrirtækið Kraftvaki tók að sér að framkvæma endurbætur á safninu árið 2001 og var gert ráð fyrir því að verklok yrðu í október ári seinni. Tryggingamiðstöðin gaf út svokallaða verkábyrgð fyrir Kraftvaka varðandi verkefnið.

Síðar sagði Kraftvaki sig frá verkinu og í framhaldinu gerði fjársýsla ríkissins fyrir hönd ríkisins og Tryggingamiðstöin samkomulag í lok árs 2002 þar sem framkvæmd og endurbætur á safninu var tryggð svo hægt væri að ljúka verkefninu.

Endurbótum á safninu lauk í september 2004 og var kostnaður hærri en upphaflegi verksamningur ríkisins og Kraftvaka gerði ráð fyrir. Samningurinn var upp á 433 milljónir króna. Íslenska ríkinu og Tryggingarmiðstöðinni greindi á um ábyrðina sem leiddi að lokum til þess að tryggingarfyrirtækið stefndi ríkinu og fór fram á 130 milljónir.

Á þá kröfu félst Hæstiréttur í dag líkt og áður sagði. Þá er ríkinu gert að greiða réttargæslustefndu Hornsteinum arkitektum ehf., Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns hf., Rafhönnun hf., og VSÓ Ráðgjöf ehf. 200.000 krónur í málskostnað hverjum fyrir sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×