Fótbolti

Blatter á leið til Suður-Afríku

Sepp Blatter
Sepp Blatter NordicPhotos/GettyImages

Sepp Blatter, forseti Alþjóða Knattspyrnusambandins, fer í sérstaka heimsókn til Suður-Afríku dagana 14.-17. september þar sem hann ætlar að kynna sér undirbúninginn fyrir HM 2010.

Blatter mun m.a. fara til Höfðaborgar og Jóhannesarborgar og kynna sér framkvæmdir við undirbúninginn og þar hittir hann líka forsetann Thabo Mbeki.

Undirbúningurinn í Suður-Afríku hefur verið nokkuð í fréttum síðustu misseri og þá aðallega á röngum forsendum - því fregnir af töfum áframkvæmdum, erfiðleikum í samgöngum og öryggi gesta hafa verið ofarlega á baugi.

Blatter hefur alla tíð blásið á þessar áhggjur og vill ekki heyra á það minnst að mótið verði flutt til annars lands - nema þá ef til kæmu náttúruhamfarir á hæsta stigi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×