Innlent

Helsærður eftir árás á Hlemmi

Árásin átti sér stað á Hlemmi.
Árásin átti sér stað á Hlemmi.

Maður um fertugt er í lífshættu eftir átök sem hann lenti í á Hlemmi. Hann skreið helsærður inn í anddyri lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu þar sem lögreglumenn veittu honum fyrstu hjálp. Atburðurinn átti sér stað um klukkan sex í kvöld.

Að sögn lögreglu hófst þegar víðtæk rannsókn og gáfu vitni sig fljótlega fram. Stuttu síðar var árásarmaðurinn, sem er um tvítugt, handtekinn í miðborginni og var hann vopnaður hnífi.

Sá sem varð fyrir árásinni gekkst undir aðgerð í kvöld og er hann sagður í lífshættu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×