Erlent

Mannskæð sprengjuárás í Bagdad

Frá Bagdad.
Frá Bagdad.

Að minnsta kosti 22 létust og 54 særðust í morgun þegar sprengja sem komið hafði verið fyrir í bifreið sprakk á strætisvagnastöð í Bagdad, höfuðborg Íraks. Árásin var gerð í norðvesturhlusta borgarinnar en þar eru shía-múslimar fjölmennir.

17. desember féllu 18 og 50 særðust þegar sprengju var komið fyrir í miðborg Bagdad.

Enginn hefur lýst ábyrgð á sprengjuárásinni í morgun né þeirri í seinustu viku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×