Fótbolti

Miller með til Íslands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kenny Miller á æfingu með skoska landsliðinu.
Kenny Miller á æfingu með skoska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images

Framherjinn Kenny Miller er kominn til landsins með skoska landsliðinu en búist var við því að hann myndi ekki koma með vegna meiðsla.

Miller meiddist á læri í leik Makedóna og Skota um helgina en meiðslin voru ekki eins alvarleg og óttast var.

Þá er Graham Alexander klár í slaginn eftir að hafa hrist af sér meiðsli. Einu meiðslavandræði skoska liðsins nú eru hjá James Morrison, miðvallarmanni West Brom, en hann mun ekki spila með í leiknum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×