Svala Björgvins: Hamingjusöm að vera á lífi 8. júlí 2008 15:21 Meðlimir hljómsveitarinnar Steed Lord, Svala Björgvinsdóttir söngkona og bræðurnir Einar, Erling og Eðvarð Egilssynir ásamt föður þeirra, Agli Eðvarssyni, upptökustjóra Kastljóssins, lentu í hörðum árekstri við Vogaafleggjara á Reykjanesbraut 9. apríl síðastliðinn. Vísir hafði samband við Svölu og spurði hana hvernig þau hefðu það í dag og um framtíð Steed Lord sem er á leiðinni í þriggja vikna tónleikaferðalag um Bandaríkin. „Við verðum með tónleika á Q-Bar 19. júlí áður en við förum í þriggja vikna tónleikaferðalag til Ameríku. Við ákváðum að slá til og halda tónleikana hér heima áður en við förum. Síðan förum við til Þýskalands eftir að við komum heim og svo kemur fyrsta platan okkar út hérna heima á Íslandi," svarar Svala Björgvinsdóttir. „Já þetta eru fyrstu tónleikarnir eftir allt sem við erum búin að ganga í gegnum. Við erum öll að koma til. En ekkert af okkur er 100% enn þá og við verðum það ekki nærri því strax." Sárin enn að gróa„Sárin og beinbrotin eru enn að gróa. Einar fer alltaf annan hvern dag upp á göngudeild Landsspítala að láta skipta um umbúðir á sárunum þannig að það er ekki búið að útskrifa hann. Hann var í rúmlega tvo og hálfan mánuð á spítalanum og er nýkominn heim. Hann slasaðist mest af okkur." ,,Það tekur um heilt ár að jafna sig og við viljum ekki sitja aðgerðarlaus. Við vorum búin að plana svo mikið á þessu ári sem við þurftum að fresta út af slysinu og ákváðum að fara út um leið og við vorum komin með þol. Þannig að við ákváðum að láta slysið ekki stoppa okkur þó við séum lurkum lamin." ,,Þegar maður er búinn að ganga í gegnum svona lífsreynslu er maður bara hamingjusamur að vera á lífi. Við vorum öll á gjörgæslu og ég vissi ekki hvort maðurinn minn (Einar) mundi ná sér. Að ganga í gegnum svona lífsreynslu breytir öllu. Við fengum annan sjéns. Að hafa lífað þetta slys af er ótrúlegt. Við vorum öll spennt í belti. Þetta voru beltismeiðsl, innvortis blæðingar og beinbrot. En beltin björguðu lífi okkar." Hvað kom fyrir þig? ,,Ég fékk gat á lifrina og það blæddi inn á hana og þess vegna var ég á gjörgæslu því ég mátti ekki hreyfa mig og svo rifbeinsbrotnaði ég frekar illa líka, Einar og bræður hans brotnuðu og hlutu einnig alvarleg innvortis meiðsl. Einari var haldið í öndunarvél og hefur farið í margar aðgerðir. Það sem skiptir öllu er að við sluppum öll lifandi og erum rosalega þakklát fyrir það." ,,Læknarnir og hjúkrunarliðið á spítalanum hjálpuðu okkur í gegnum þetta og fjölskyldur okkar. Án þeirra hefðum við ekki komist í gegnum þetta." Treystið þið ykkur til að halda tónleika? ,,Já við erum vel undirbúin og læknar segja að það sé í lagi. Við erum með sjúkrakassann með okkur," svarar Svala á léttu nótunum og kveður áður en hún leggur af stað í upptökuver ásamt félögum sínum í Steed Lord. Tónleikar sveitarinnar verða á Q-Bar þann 19.júlí. Húsið verður opnað klukkan 20 með grilli og verður selt inn við dyrnar. Forsala er einnig á Q-Bar. Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fleiri fréttir Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Sjá meira
Meðlimir hljómsveitarinnar Steed Lord, Svala Björgvinsdóttir söngkona og bræðurnir Einar, Erling og Eðvarð Egilssynir ásamt föður þeirra, Agli Eðvarssyni, upptökustjóra Kastljóssins, lentu í hörðum árekstri við Vogaafleggjara á Reykjanesbraut 9. apríl síðastliðinn. Vísir hafði samband við Svölu og spurði hana hvernig þau hefðu það í dag og um framtíð Steed Lord sem er á leiðinni í þriggja vikna tónleikaferðalag um Bandaríkin. „Við verðum með tónleika á Q-Bar 19. júlí áður en við förum í þriggja vikna tónleikaferðalag til Ameríku. Við ákváðum að slá til og halda tónleikana hér heima áður en við förum. Síðan förum við til Þýskalands eftir að við komum heim og svo kemur fyrsta platan okkar út hérna heima á Íslandi," svarar Svala Björgvinsdóttir. „Já þetta eru fyrstu tónleikarnir eftir allt sem við erum búin að ganga í gegnum. Við erum öll að koma til. En ekkert af okkur er 100% enn þá og við verðum það ekki nærri því strax." Sárin enn að gróa„Sárin og beinbrotin eru enn að gróa. Einar fer alltaf annan hvern dag upp á göngudeild Landsspítala að láta skipta um umbúðir á sárunum þannig að það er ekki búið að útskrifa hann. Hann var í rúmlega tvo og hálfan mánuð á spítalanum og er nýkominn heim. Hann slasaðist mest af okkur." ,,Það tekur um heilt ár að jafna sig og við viljum ekki sitja aðgerðarlaus. Við vorum búin að plana svo mikið á þessu ári sem við þurftum að fresta út af slysinu og ákváðum að fara út um leið og við vorum komin með þol. Þannig að við ákváðum að láta slysið ekki stoppa okkur þó við séum lurkum lamin." ,,Þegar maður er búinn að ganga í gegnum svona lífsreynslu er maður bara hamingjusamur að vera á lífi. Við vorum öll á gjörgæslu og ég vissi ekki hvort maðurinn minn (Einar) mundi ná sér. Að ganga í gegnum svona lífsreynslu breytir öllu. Við fengum annan sjéns. Að hafa lífað þetta slys af er ótrúlegt. Við vorum öll spennt í belti. Þetta voru beltismeiðsl, innvortis blæðingar og beinbrot. En beltin björguðu lífi okkar." Hvað kom fyrir þig? ,,Ég fékk gat á lifrina og það blæddi inn á hana og þess vegna var ég á gjörgæslu því ég mátti ekki hreyfa mig og svo rifbeinsbrotnaði ég frekar illa líka, Einar og bræður hans brotnuðu og hlutu einnig alvarleg innvortis meiðsl. Einari var haldið í öndunarvél og hefur farið í margar aðgerðir. Það sem skiptir öllu er að við sluppum öll lifandi og erum rosalega þakklát fyrir það." ,,Læknarnir og hjúkrunarliðið á spítalanum hjálpuðu okkur í gegnum þetta og fjölskyldur okkar. Án þeirra hefðum við ekki komist í gegnum þetta." Treystið þið ykkur til að halda tónleika? ,,Já við erum vel undirbúin og læknar segja að það sé í lagi. Við erum með sjúkrakassann með okkur," svarar Svala á léttu nótunum og kveður áður en hún leggur af stað í upptökuver ásamt félögum sínum í Steed Lord. Tónleikar sveitarinnar verða á Q-Bar þann 19.júlí. Húsið verður opnað klukkan 20 með grilli og verður selt inn við dyrnar. Forsala er einnig á Q-Bar.
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fleiri fréttir Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Sjá meira