Enski boltinn

Carlos Cuellar til Aston Villa

Elvar Geir Magnússon skrifar
Carlos Cuellar í baráttunni.
Carlos Cuellar í baráttunni.

Aston Villa hefur komist að samkomulagi við Glasgow Rangers um kaupverðið á spænska varnarmanninum Carlos Cuellar. Þessi 26 ára leikmaður kostar Villa 7,8 milljónir punda.

Cuellar lýsti því yfir að hans vilji væri að leika í ensku úrvalsdeildinni. „Minn metnaður er að leika fyrir spænska landsliðið og það mun hjálpa mér að láta þann draum rætast með því að spila í bestu deild heims," sagði Cuellar.

Cuellar mun gangast undir læknisskoðun á þriðjudag og líklega skrifa undir samning við Villa strax eftir hana. Hann gekk til liðs við Rangers frá Osasuna í fyrrasumar og átti frábært fyrsta tímabil með Rangers. Hann var valinn leikmaður ársins í skoska boltanum af blaðamönnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×